Ég trúði því aldrei að mér myndi líða eins vel og mér líður í dag

Ég gerði mér ekki grein fyrir því hversu mikið ég þurfti á sálfræðimeðferð að halda. Ég var mjög kvíðin, átti það til að einangra mig dögum saman, gat ekki talað um tilfinningar mínar…Fékk reglulega kvíðaköst sem kom í veg fyrir það að ég fór út og var í samskiptum við annað fólk. Þessi vanlíðan hafði áhrif á öll mín tengsl við annað fólk. Ég átti mjög erftitt með að trúa því þegar sálfræðingurinn minn (Anna) talaði um að mér myndi líða betur.
Ég trúði því aldrei að mér myndi líða eins vel og mér líður í dag. Mér líður eðlilega, þá er mikið sagt. Það er svo mikill munur á mér og er ég ævinlega þakklát fyrir hjálpina sem ég fékk.
Takk – takk – takk.