Beygja í átt til lífsins

Þegar ég kom til Önnu Krístínar var ég búin á líkama og sál. Ég varð fyrir bæði líkamlegu, andlegu og kynferðis ofbeldi í barnæsku. Anna Kristín var algjörlega til staðar fyrir mig, sem gerði það að verkum að ég treysti henni fyrir mínum innstu leyndarmálum og minningum. Ég á gott líf sem fullorðin manneskja og á yndisleg börn og eiginmann, en ég gat ekki notið þess gjörsamlega búin á því, það var kvöl og pína að fara í gegnum daginn. Þetta hefur opnað augu mín fyrir því hvað er mikilvægt að vinna úr áföllum til þess að geta notið lífsins. Anna Krístín mætir þér þar sem þú ert með virðingu, stuðning og kærleika. Ég verð henni ævinlega þakklát.