Guðjón Idir

Guðjón Idir er heimspekingur með MSc gráðu í heimspeki geðraskana og MA gráðu í sálgreiningu og heimspeki. Áhugi hans liggur á landamærum heimspeki og sálfræði, nánar tiltekið upplifun fólks af eigin lífi. Þrátt fyrir að heimspeki sé fyrst og fremst iðkuð í akademíunni nýtist hún ekki síður á hagnýtan máta til að aðstoða aðra við að greina hugsanir sínar, tilfinningar og gildismat. Með því að beita gagnrýnni hugsun er hægt að takast á við hamlandi hugsanamynstur og fjölga bjargráðum til að lifa í samrými við innsæi sitt. Flestar ef ekki allar greinar sem leitast við að aðstoða aðra í einkalífi sínu byggja á sókratískri aðferð og heimspekilegri getu til að sjá hluti frá fleiri en einum vinkli.

Guðjón er einnig lærður markþjálfi og tilvistar ráðgjafi (philosophical consultant – logic based therapy).

Hjá Guðjóni lærir þú að efla sjálfsþekkingu þína, auka innsæi þitt og lifa í samræmi við þau gildi sem skipta þig máli. Þeir sem tileinka sér og þjálfa þessa eiginleika af ásetningi finna jafnan fyrir auknum lífsgæðum til langs tíma. Þeir lifa í meðvituðum takti við þarfir sínar, tilfinningar og umhverfi. Þeir sem lifa í taktleysi við innsæi sitt að staðaldri, þekkja það að hugsanir og tilfinningar þeirra séu þeim eins og hulin ráðgáta og komi þeim, í sumum tilvikum, hreinlega í opna skjöldu í lífsins amstri. Það getur leitt til þess að líf einstaklingsins litast af ákvörðunum og hegðun sem viðkomandi er í grunninn ósáttur við.

Í tilvistar ráðgjöf og þjálfun gaumgæfir þú eigin hugarheim og tilfinningar með leiðum sem byggjast meðal annars á nálgunum sálfræðinganna og hugsuðanna Carl Rogers (Person-centered approach) og Albert Ellis (Rational emotive behavioural therapy). Þú lærir að greina svokallaðar tilfinningalegar rökvillur sem allir beita á einhverjum tímapunkti og eru jafnan ómeðvitaðar. Þær geta leitt til harðrar sjálfsgagnrýni, dregið úr sjálfstrausti og frjálsri tjáningu. Dæmi um slíkar rökvillur eru krafa um fullkomnun, krafa um stjórn á aðstæðum (eða öðrum), hjarðhugsun og að mála skrattann á vegginn. Í þjálfuninni lærir þú að beita huga þínum þér til framdráttar og eflingar og getur losnað undan hamlandi hugmyndum um sjálfa/n þig, aðra og lífið.

Boðið er upp á viðtöl á Lækjartorgi 5 í Reykjavík og í gegnum fjarbúnað. Hægt er að panta viðtöl með því að hringja í síma 620-9050 eða ýta á hnappinn.