Ég byrjaði í reglulegum tímum hjá Önnu fyrripart ársins 2017. Mér leið illa með sjálfa mig og átti erfitt með hversdagslega hluti og hringdi mig veika í vinnuna amk. einu sinni í viku vegna m.a. vanlíðanar og kvíða. Ég hafði áður farið til sálfræðings og bjóst við svipaðri reynslu, þar sem sálfræðitíminn sjálfur myndi fylla mig af kvíða, en ég upplifði allt annað andrúmsloft hjá henni Önnu. Strax í fyrsta tímanum gerði hún allt til að láta mér líða betur í aðstæðunum þannig ég gæti treyst henni, og ég var aldrei kvíðin fyrir tímunum mínum því ég treysti henni fullkomlega. Við fórum í djúpa vinnu, prófuðum hitt og þetta og uppgötvuðum í sameiningu hvað virkaði best fyrir mig. Með hennar leiðsögn náði ég smám saman taki á lífinu mínu aftur, og ég er ævinlega þakklát Önnu fyrir þá hjálp sem hún hefur veitt mér til að komast á þennan stað. Myndi endalaust mæla með henni, gæðasálfræðingur og frábær manneskja í alla staði!