Anna Kristín er yndisleg

Mér var bent á að fara til Önnu Kristínar þegar ég var að leita mér að sálfræðingi og ég er svo ánægð að hafa farið til hennar. Anna er einstök manneskja sem hefur svo mikla hlýju og þægilega nærveru, eins og ég væri stundum bara að spjalla við mjög góða vinkonu. Hljómar kannski klisjukennt en alltaf gekk ég út með bros á vör og svo full af orku og von um bjartari framtíð. Að fara til Önnu Kristínar skilaði góðum árangri hjá mér.