Reyndist mér vel við að vinna úr áfalli

Ég sótti tíma hjá Önnu Kristínu eftir áfall sem ég þurfti að vinna úr. Anna Kristín reyndist mér mjög vel. Hún hefur hlýja og góða nærveru og lét mér í té verkfæri, svo sem núvitund og hugleiðslu, sem gagnast mér í því sem ég er að takast á við. Tímarnir voru gagnlegir og hvetjandi og sjálfstraustið óx. Mér fannst Anna hjálpa mér að öðlast styrk til þess að hlusta á sjálfa mig og efla mig í að taka ákvarðanir sem voru réttar fyrir mig án þess að láta truflast af því hvað öðrum finnst, það var ein mesta hjálpin fyrir mig á þessum tímapunkti í lífinu.