Nýtt og betra líf

Þegar ég kom í minn fyrsta tíma hjá Önnu Kristínu þá var ég á mjög slæmum stað í lífinu. Búin að ganga í gegnum mjög erfið sambandsslit og hafði enga trú á sjálfri mér eða að ég gæti gert nokkurn skapaðan hlut vel.
Anna Kristín náði mér strax, hlustaði á mig tala um mínar aðstæður og hvernig mitt líf hefur verið. Hún kynnti fyrir mér aðferð sem hún taldi að gæti hjálpað mér að takast á við gamla drauga og byggja mig upp til framtíðar.
Í stuttu máli þá er ég sterkari einstaklingur í dag heldur en ég hef nokkurntíman verið. Hún kenndi mér að sættast við fortíðina og styrkja mig til framtíðar. Ég væri ekki í dag þar sem ég er nema fyrir hennar tilstilli. Anna Kristín er meiriháttar í því sem hún gerir og ég mun aldrei geta þakkað henni nóg fyrir það sem hún gerði fyrir mig.