þarf ég aðstoð?
Það eru engar forkröfur í sálfræðimeðferð. Þú þarft ekki að vera "geðveik/ur" til að eiga erindi til sálfræðings. Ef til vill kemstu í gegnum flest áföll og hindranir sem verða á vegi þínum með eigin bjargráðum og/eða stuðningi þinna nánustu. Flestir geta þó notið góðs af aðstoð sálfræðings á einhverjum tímapunkti í lífinu, til dæmis á erfiðum tímamótum. Það skiptir máli að þekkja sig vel og vita hvenær maður þarf á stuðningi að halda.

Stundum eru einkennin augljós og greinileg þörf á hjálp, eins og þegar sjálfsvígshugsanir gera vart við sig (í neyð er hægt að hringja í hjálparsíma Rauða Krossins 1717 sem er ókeypis og opinn allan sólarhringinn). Einkennin geta einnig verið lúmsk eins og að þú fullnýtir ekki getu og hæfileika þrátt fyrir að langa það. Það getur líka verið að þú sért að "standa þig" ofboðslega vel en líðir samt illa. Hvort sem einkennin eru ný tilkomin, þér hafi alltaf liðið svona og þér finnist þú vera búin/nn að prófa allt eða aðstandendur séu farnir að lýsa yfir áhyggjum af þér, ef þér líður ekki nógu vel og þú vilt breyta því þá gæti sálfræðiráðgjöf hentað þér.

Smelltu hér til að lesa um Hugræna atferlismeðferð
Smelltu hér til að lesa um EMDR

PANTA VIÐTAL
PANTA SKYPE VIÐTAL