Ég byrjaði að fara í sálfræðiviðtöl hjá Önnu Kristínu vegna mikils kvíða. Við fórum í gegnum hugræna atferlismeðferð þar sem ég lærði að þekkja hugsanavillurnar mínar og gat svo farið að leiðrétta þær. Stór áföll úr æsku höfðu ennþá mikil áhrif á mína andlegu líðan. Anna Kristín stakk upp á ýmsum aðferðum sem gætu hjálpað mér, sem við prófuðum. Hún kynnti þetta alltaf vel fyrir mér áður en við byrjuðum og tók skýrt fram að það væri ég sem réði ferðinni og að ef eitthvað væri ekki að henta mér skyldum við prófa eitthvað annað. Ég var í reglulegum viðtölum hjá Önnu Kristínu í tæp 2 ár. Á köflum var þetta mjög erfitt en alltaf algjörlega þess virði því andleg líðan mín varð alltaf betri og betri. Ég er á allt öðrum stað í lífinu í dag, þekki tilfinningar mínar betur og er ekki lengur flækt í einhverjum gömlum áföllum. Ég er í betra jafnvægi, sjálfsmyndin er allt önnur og mér hefur tekist að skilja fortíðina eftir þar sem hún á heima. Anna Kristín er mjög fagleg í öllu því sem hún gerir, hefur góða nærveru og var mér ómetanlegur styrkur í þeirri vinnu sem við fórum í saman. Að fara að í sálfræðimeðferð hjá Önnu Kristínu er ein af þeim bestu ákvörðunum sem ég hef tekið í lífinu