Um mig

Ég útskrifaðist sem sálfræðingur frá Háskóla Íslands vorið 2015 og fékk löggildingu sama ár. Í starfi mínu sinni ég meðferð við sálrænum vanda ungmenna og fullorðinna á stofu á Lækjartorgi. Ég hef verið að sinna áföllum, kvíða, streitu, þunglyndi, lágu sjálfsmati, hindrunum við frammistöðu svo dæmi séu nefnd. Í starfi mínu legg ég áherslu á að finna inngrip sem hentar hverjum og einum. Ég hef sótt fjölda námskeiða hérlendis og erlendis og sérhæft mig í áfallameðferðum á borð við EMDR og brainspotting en einnig nota ég hugræna atferlismeðferð; HAM og almenna samtalsmeðferð á íslensku og ensku. Val á inngripi fer fram eftir að gaumgæfilegt mat hefur átt sér stað og fer ávallt eftir þörfum hvers einstaklings. Auk þess er ég jógakennari og býð upp á einkakennslu fyrir byrjendur sem vilja læra undirstöðuatriði öndunar og líkamsstöðu.

 

Símenntun

Júlí 2018 (IT): Jógakennarapróf RYT 200 á Ítalíu. Kennari Enrico De Luca.

Apríl 2017 (UK): Brainspotting phase 2. Leiðbeinandi Dr. M. Grixti.

Febrúar 2017 (UK): Brainspotting phase 1. Leiðbeinandi Dr. M. Grixti.

Október 2016 (UK): EMDR Toolbox - Complex Trauma Workshop. Leiðbeinandi Dr. J. Knipe.

Apríl 2016 (IS): Námskeið í að auka stöðugleika og auðvelda úrvinnslu hjá skjólstæðingum með mikla áfallasögu. Leiðbeinendur Dr. Gyða Eyjólfsdóttir og Margrét Blöndal.

Desember 2015 (IS): EMDR level 2. Leiðbeinandi Dr. R. Solomon.

Maí 2015 (IS): EMDR  level 1. Leiðbeinandi Dr. R. Solomon.