Trúnaður og réttindi skjólstæðings

Samkvæmt lögum og siðareglum er sálfræðingur bundinn trúnaði varðandi upplýsingar sem skjólstæðingur veitir. Það þýðir meðal annars að sálfræðingur getur ekki veitt öðrum aðila upplýsingar um skjólstæðing nema með skriflegu leyfi hans. Undantekningar á þessu trúnaðarákvæði eru þegar velferð barns, fatlaðs eða aldraðs einstaklings er í húfi, þá ber sálfræðingi að tilkynna það til yfirvalda (til dæmis Barnaverndar). Einnig ber að tilkynna þegar grunur leikur á að skjólstæðingur eða annar aðili sé líklegur til að valda skjólstæðingi eða öðrum skaða. Að auki er skjólstæðingur beðinn að ræða ekki við aðra um aðra skjólstæðinga sem kunna að vera  á leið í eða úr viðtali hjá sálfræðingi sínum eða annarra á stofunni.

Afboðanir

Hjá Sálfræðimeðferð Slf. gilda reglur um 24 klst. fyrirvara á afboðunum. Ef skjólstæðingur missir af, afboðar eða breytir tímanum með minna er 24 klst. fyrirvara er hann ábyrgur ábyrgur fyrir greiðslu viðtals. Vakin er athygli á að starfsendurhæfing Virk greiðir ekki fyrir tíma sem skjólstæðingur mætir ekki í. Þessi regla á að vernda og virða sálfræðing og skjólstæðing. Erfitt er að bjóða öðrum tíma sem afboðaður er með minna en 24 klst. fyrirvara. Með því að afboða með skemmri fyrirvara eða engum fyrirvara kemur skjólstæðingur í veg fyrir að aðrir geti nýtt tímann. Einnig skapar það tíma- og tekjutap fyrir sálfræðinginn. Sé ekki afboðað með þessum fyrirvara er skjólstæðingur ábyrgur fyrir því að greiða tímann að fullu.
Skjólstæðingur getur afboðað tímann með því að senda tölvupóst (t.d. í gegnum heimasíðuna), með því að hringja í 696-8562 og lesa inn skilaboð eða senda sms. Með þökkum fyrir skilning um samvinnu.

Ábyrgð skjólstæðings

Skjólstæðingur er ábyrgur fyrir að vera virkur þátttakandi í þeirri meðferð sem hann samþykkir að taka þátt í.

Aftur á forsíðu

Panta viðtal hér